Opið í strandhandbolta á sunnudaginn

Sunnudaginn 2. júlí ætlar Siggi, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, að bjóða uppá kynningu á strandhandbolta. Strandhandbolti er grein sem hefur kannski ekki verið mikið stunduð hér á landi. Áhuginn fer þó vaxandi og var greinin ein sú vinsælasta á Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi í fyrra. Í strandhandbolta leggjum við fyrst og fremst upp með að hafa mjög gaman og þar eru einnig ýmsar skemmtilegar reglur. T.d. gildir það sem tvö mörk ef markvörður skorar. Einnig hefur dómari heimild til að dæma tvö mörk ef markið þykir framúrskarandi flott. Fyrir áhugasama er mæting á strandblaksvöllinn við íþróttamiðstöðina kl. 13:00 á sunnudaginn. Nýlega…
Lesa

Þrjú lið frá USVS á Smábæjaleikunum – 5. flokkur lék til úrslita! 🥈

Þriðja árið í röð fjölmenntu fótboltakrakkar og foreldrar þeirra úr Vestur-Skaftafellssýslu á Smábæjaleikana á Blönduósi. Frá USVS voru þrjú lið skráð til leiks, í 7. flokki (7-8 ára), 6. flokki (9-10 ára) og 5. flokki (11-12 ára), keppendur voru alls 21. Keppendur USVS stóðu sig með mikilli prýði og sáust heldur betur mörg flott tilþrif. Flott samspil, mikil barátta, glæsileg mörk og síðast en ekki síst frábær liðsheild eru orð sem lýsa vel liðum USVS á Smábæjaleikunum um helgina. Í 7. flokki var niðurstaðan 6. sæti af 10 liðum, flottur hópur og voru flestir að spila á sínu fyrsta fótboltamóti.…
Lesa

Strandblaksnámskeiði frestað

Strandblaksnámskeiðið sem áætlað var að halda á Klaustri dagana 23.-25. júní hefur verið frestað. Unnið er að því að finna nýja dagsetningu í samstarfi við Thelmu Dögg sem mun hafa umsjón með námskeiðinu. Einnig er nú unnið að því að koma vellinum í stand. Í síðustu viku fengum við skeljasand í völlinn. Það er okkar von að völlurinn verði notaður sem mest, bæði í strandblak sem og strandhandbolta. Báðar greinarnar hafa notið mikilla vinsælda á Unglingalandsmótum UMFÍ.
Lesa

Frábær þátttaka á fimleikanámskeiði

Um liðna helgi var haldið fimleikanámskeið á Klaustri í umsjón Sindra Snæs Bjarnasonar. Sindri æfir fimleika með Stjörnunni og hefur keppt fyrir Íslands hönd á EM í hópfimleikum. Mikill áhugi var á námskeiðinu og þátttakan því mjög góð. Kennt var í tvo klukkutíma á laugardag og aðra tvo á sunnudag. Þrátt fyrir að námskeiðið hafi verið stutt mátti engu að síður sjá miklar framfarir milli daga hjá þátttakendum. Að lokum viljum við færa Sindra Snæ bestu þakkir fyrir komuna. Einnig viljum við þakka vinum okkar hjá Umf. Kötlu fyrir lánið á fimleikadýnunni sem og AVP ehf. í Vík fyrir að…
Lesa

Ný heimasíða UMFÁ

Ný heimasíða Ungmennafélagsins Ármanns opnaði um helgina og er nú farin að taka á sig góða mynd! Síðan mun koma til með að vera í stöðugri þróun næstu vikurnar. Síðan býður uppá fjölmörg tækifæri og vonumst við til að fólk nýti hana sem mest. Hér verður meðal annars hægt að nálgast upplýsingar um íþróttastarf, stjórn félagsins, fundargerðir og skemmtilega fróðleiksmola úr sögu félagsins svo eitthvað sé nefnt. Hér munu allar helstu fréttir úr starfi félagsins birtast og þeim deilt í kjölfarið á Facebook.
Lesa