Hátíðarkveðja

Ungmennafélagið Ármann sendir þér og þínum hátíðarkveðju! Með kærri þökk fyrir samverustundir á árinu sem er að líða. Megi nýtt ár færa okkur öllum gæfu og gleði ásamt fullt af nýjum íþróttaminningum! Á milli jóla og nýárs verður dreift út fréttabréfi íþrótta- og æskulýðsstarfs í Skaftárhreppi. Þar sem lesa má um helstu atburði líðandi árs. Hér að neðan má lesa pistla formanns og íþróttafulltrúa en þeir munu einnig birtast í fréttabréfinu. Pistill formannsFanney Ólöf Lárusdóttir formaður Ungmennafélagsins ÁrmannsÁrið 2023 hefur einkennst af mörgum íþróttaviðburðum og miklu ,,hreyfiframboði”. Margt er í boði og reynt að höfða til sem flestra. Þetta er…
Lesa

Tómstundagjafabréf eða gjafabréf frá Jako Sport í jólapakkann?

Nú er hægt að kaupa tómstundagjafabréf! Handhafi tómstundagjafabréfs getur nýtt gjafabréfið til að greiða fyrir íþróttaæfingar og námskeið hjá Ungmennafélögunum í Skaftárhreppi, Ármanni og Skafta. Gjafabréfið kostar kr. 8000 en það jafngildir æfingagjaldi fyrir eina íþróttagrein á vorönn.Allar pantanir eða fyrirspurnir um tómstundagjafabréf berist á netfangið siggi@klaustur.is Einnig er hægt að fá gjafabréf hjá Jako Sport! Eins og flestum er nú kunnugt um er nýr íþróttafatnaður Ungmennafélaganna Ármanns og Skafta frá Jako Sport. Á heimasíðu Jako Sport er hægt að kaupa gjafabréf sem nýta má til að kaupa íþróttafatnað eða aðra aukahluti. Þið finnið Jako Sport gjafabréfin með því að…
Lesa

6. flokkur USVS keppti á Kjörísmótinu

Það var mikið líf og fjör í Lindex höllinni á Selfossi þann 3. desember síðastliðinn þar sem Kjörísmótið í 6. flokki fór fram. Þetta var annar sunnudagurinn í röð sem íþróttafélagið Hamar í Hveragerði stóð fyrir fótboltamóti. Þann 23. nóvember keppti 7. flokkur en nú var röðin komin að 6. flokki. Frá USVS var eitt lið skráð til leiks í 6. flokki. Liðið spilaði alls fjóra leiki á mótinu, gegn Hamri, KFR og tveimur ÍBV liðum. Krakkarnir skoruðu fullt af mörkum, unnu leik og það sem skiptir mestu máli nutu þess að spila fótbolta. Svo sannarlega skemmtilegur sunnudagsmorgun á Selfossi!…
Lesa

Hreyfiviku lauk með badmintonmóti

Hreyfiviku í Skaftárhreppi lauk formlega í kvöld með badmintonmóti í íþróttahúsinu. Leikið var í einliðaleik og voru fimm keppendur skráðir. Mótið fór þannig fram að spilað var í riðlakeppni. Að lokinni riðlakeppni mættust keppendurnir í tveimur efstu sætunum í úrslitaleik. Þau Gunnar Pétur Sigmarsson og Kristín Lárusdóttir, þar hafði Gunnar betur. Lokatölur 21-11. Sigurvegari mótsins fékk í verðlaun gjafabréf í pizzu og gos á Systrakaffi. Takk innlega fyrir Systrakaffi! Þetta var annar viðburður dagsins. Fyrr í dag var mjög áhugaverður og flottur fyrirlestur með Elísu Viðarsdóttur næringarfræðingi í félagsheimilinu Kirkjuhvoli. Hreyfiviku í Skaftárhreppi er nú lokið en við hvetjum fólk…
Lesa

Flottir taktar og mikið fjör á Kjörísmótinu

Iðkendur í 7. flokki USVS og foreldrar tóku daginn snemma og voru mættir á Selfoss fyrir kl. 9 í morgun. Þar fór fram Kjörísmót íþróttafélagsins Hamars í hinni glæsilegu knattspyrnuhöll Selfyssinga, Lindex höllinni. Mikil spenna var eðlilega í hópnum þar sem margir voru að spila á sínu fyrsta stóra fótboltamóti. Mótið gekk afar hratt og vel fyrir sig og stóðu keppendur USVS sig með mikilli prýði. Þeir náðu í flott úrslit, skoruðu glæsileg mörk og það sem skiptir mestu máli skemmtu þeir sér vel. Lið USVS lék fjóra leiki á mótinu, við Grindavík, Fylki og tvö lið frá Val. Sjö…
Lesa

Mikil spenna á körfuboltamóti

Í tilefni hreyfiviku í Skaftárhreppi var boðið upp á körfuboltamót þar sem spilað var 2 á 2. Mótið fór fram eftir hádegið í dag og gekk afar vel fyrir sig. Skráð voru til leiks fjögur lið. Þetta voru liðin ÁS, the Legendery space cowboys and the spiders from Mars, Dúmbó og Steini, Lalli og Símon. Fyrirkomulagið var þannig að spilað var í riðlakeppni. Tvö efstu liðin mættust svo í úrslitaleik. The Legendery space cowboys and the spiders from Mars unnu þrjá leiki í riðlakeppninni og lið ÁS tvo. Þessi lið spiluðu til úrslita. Mikil spenna var í úrslitaleiknum. The Legendery…
Lesa

Boðað til félagsfundar 17. nóvember

Ungmennafélagið Ármann boðar til félagssfundar föstudaginn næstkomandi, 17. nóvember, kl. 19:30. Fundurinn verður haldinn á Systrakaffi. Boðið verður upp á pizzahlaðborð á fundinum. Á dagskrá fundarins er kynning á hugmynd um sameiningu Ungmennafélaganna í Skaftárhreppi, Ármanns og Skafta. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og ræða sameiningarmálin frá öllum hliðum. Stjórnin
Lesa

Nýr íþróttafatnaður – Samið við styrktaraðila

Það er með mikili ánægju sem við segjum frá því að nýr íþróttafatnaður fyrir ungmennafélögin í Skaftárhreppi verður brátt tekin í notkun. Ákveðið var að semja við Jako Sport sem þjónustar íþróttafélög um land allt. Einn af fjölmörgum kostum þess að vera hjá Jako er sá að þar getur fólk pantað vörur í vefverslun þegar hentar. Hóppantanir sem hafa tíðkast fram að þessu eru því úr sögunni. Nýr íþróttafatnaður verður merktur með nýju logo-i "ÁS". Á stendur fyrir Ármann og S fyrir Skafta. Einhyrningurinn sem margir þekkja orðið af körfuboltabúningnum birtist þar í nýrri mynd. Hönnuður logo-sins er Amanda Riffo.…
Lesa

Breyting á tímasetningu karateæfinga

Ákveðið var á síðasta stjórnarfundi Umf. Ármanns að sameina karateæfingar á þriðjudegi og miðvikudegi í eina æfingu. Æfingar 5.-10. bekkjar og fullorðna verða hér eftir kl. 18:15 til 19:15 á þriðjudögum. Tekur þetta gildi frá og með deginum í dag, þriðjudeginum 7.11. Beðist er velvirðingar á hvað þessi breyting er auglýst með skömmum fyrirvara.
Lesa

Sundnámskeið í nóvember

Í nóvember verður sundnámskeið í boði fyrir 1.-5. bekk. Þjálfari á námskeiðinu er Kasia. Áætlað er að námskeiðið hefjist næstkomandi föstudag, 3. nóvember. Kennt verður bæði föstudag og laugardag í þessari viku. En þetta verður betur auglýst þegar líður á vikuna. Skráning mun fara fram á Sportabler. Ekkert þátttökugjald verður á námskeiðið. Stjórn Ungmennafélagsins Ármanns ákvað á fundi sínum síðastliðinn fimmtudag að nýta styrk frá kvenfélögunum til þess að bjóða uppá námskeiðið. Við þökkum kvenfélögunum innilega fyrir að hugsa til okkar og styrkja þar af leiðandi íþrótta- og æskulýðsstarf í Skaftárhreppi.
Lesa